Hrottar sem misþyrma konum, körlum og börnum á meðan stjórnvöld horfa á

Það sækir að mér kaldur hrollur þegar þessi frétt (sjá hér) er lesin sem ber fyrirsögnina:

„Hlýr faðmur verðtryggingarinnar“

Þessi fyrirsögn minnir á aðila sem hefur beitt fjölskyldu sína grófu ofbeldi um langt áratugaskeið og lofar alltaf hlýjum faðmi ef fjölskyldan vill koma heim aftur.

Núna hugnast fjármálakerfinu ekki að gríðarlegur fjöldi heimili hefur losað sig úr grófu ofbeldissambandi við fjármálakerfið með því að losa sig úr viðjum og hlekkjum verðtryggingar.

Eins og margir vita hafa þúsundir heimila tekið á flótta frá verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð húsnæðislán enda voru heimilin búin að fá nóg af því ofbeldi sem þau hafa verið beitt um áratuga skeið. En í dag nema óverðtryggðar skuldir heimilanna nánast jafnhárri upphæð og verðtryggðar skuldir heimilanna.

En rétt er að geta þess að árið 2019 voru óverðtryggðar fjárskuldbindingar heimilanna í kringum 600 milljarða en er í dag 1.324 milljarðar. Verðtryggð húsnæðislán eru 1.336 milljarðar. Á þessum tölum sést hvernig heimilin hafa verið á hröðum flótta frá verðtryggðum glæpalánum.

Loksins hafa heimilunum tekist að losna frá þessu lánaformi og séð lán sín lækka um hver mánaðamót og það er greinilegt að það hugnast fjármálakerfinu alls ekki.

Ég vil minna á hvað sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar sagði í skýrslu sem kom út 2014, en þar kom fram að 40 verðtryggð húsnæðislán gerðu ekkert annað en að hækka fyrstu 20 til 25 árin eftir að þau eru tekin og að 40 ára verðtryggð lán séu baneitraður kokteill sem verði að banna með öllu.

Nú vill fjármálakerfið reyna að lokka skuldug heimili aftur inn í ofbeldissambandið með því að breiða út sinn skítuga ofbeldisfaðm. Enda hugnast fjármálakerfinu ekki að sjá útlánasafn sitt lækka í hverjum mánuði þegar heimilin greiða af sínum óverðtryggðu lánum.

Fjármálakerfið vill miklu frekar sjá höfuðstól verðtryggðar lána hækka um hver einustu mánaðamót eins og þau hafa fengið að komast upp með um áratugaskeið, þrátt fyrir að verið sé að borga samviskusamlega af þessum lánum um hver mánaðamót.

Það er ótrúlegt að stjórnvöld skuli ekki taka á þessu ofbeldi sem fjármálakerfið beitir íslensk heimili og minnir það á að til er fólk sem horfir upp á heimilisofbeldi án þess að aðhafast ekkert og lýtur bara undan og það sama gera stjórnvöld hvað verðtrygginguna áhrærir. Enda hafa þau ætíð tekið stöðu með ofbeldisaðilanum sem er í þessu fjármálakerfi.

Kerfi sem þykist vera tilbúið með opin hlýjan faðminn fyrir heimilin ef þau vilja koma aftur í verðtryggt lánaform.

Ekki missa af...