„Ég bara biðst afsökunar á þessu“

„Það skal tekið fram að það urðu smá mistök í ferlinu,“ segir Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður, leikstjóri sjónvarpsseríunnar Svörtu sandar, sem hófu nýverið göngu sína á Stöð 2. Þættirnir hafa fengið prýðislof og umtal almennt en víða bárust ýmsar kvartanir í garð hljóðvinnslu seríunnar. Sé þá algengasta kvörtunin sú að samtöl hafi verið óskýr og á tíðum óskiljanlegt í hljóðblönduninni.

Í fjórða þætti hlaðvarpsins Sandkorn: Stúdering á svörtu söndum segir leikstjórinn að upp hafi þarna komið mistök með myndefnið sem rataði á sjónvarpsskjái.

Búið sé þó að kippa þessu í liðinn og birta réttu útgáfurnar í sarpi Stöðvar 2. þykir Baldvini leitt að hafa ekki komið auga á mistökin umræddu fyrr, en hann segir:

„Ég fór svolítið brattur inn í þessa vinnslu, vildi mikla dínamík og mikið bíómix. „Við þurftum að lagfæra þessi mistök og þessi þáttur sem fór í loftið núna var kominn í gott stand,“ segir Baldvin.

„Ég biðst afsökunar á þessu til allra áhorfenda Stöðvar 2“

„Eitt leiddi að öðru, við sýnum svo um jólin og ég hugsaði bara hvað gerðist? Þannig að ég biðst afsökunar á þessu til allra áhorfenda Stöðvar 2, það er búið að laga þetta hér með og fyrstu þrír þættirnir verða komnir inn í hinum bestu hljóðgæðum.“

Sjá einnig: Söguleg rassamæling í sjónvarpi: „Það eru svona hlutir sem skipta máli“

Baldvin leikstýrir Svörtu söndum fyrir Glassriver, en auk hans skrifa Aldís Amah Hamilton og Ragnar Jónsson handritið. Aldís fer sjálf með aðalhlutverkið í þáttunum. Með önnur helstu hlutverk fara Þór Tulinius, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ævar Þór Benediktsson og Kolbeinn Arnbjörnsson.

Líkt og fyrri daginn standa netverjar ekki á skoðunum sínum þegar kemur að íslensku sjónvarpsefni og má hér sjá fleiri brot af ummælum um þættina.

Hins vegar voru mörg sem sögðu hljóðið vera í ólagi. Samtöl voru of lágt stillt á meðan tónlist var of hátt stillt.

Baldvin útskýrið hljóðið í næsta þætti af Sandkorni, en það er hlaðvarp á vegum Stúdíó 24, þar sem hann ræðir hvern og einn þátt í þaula við Tómas Valgeirsson, bíófíkil og fjölmiðlamann.

Sandkorn er hægt að nálgast á YouTube, Spotify, Apple Podcasts og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

https://open.spotify.com/show/6sR4gRFk0PQuzSqGvZpFVT

Ekki missa af...