Hlægilegt fólk

Í mínum Facebook vinahópi og utan hans er að finna alls konar fólk.

Til dæmis fólk sem aldrei minnist á skuldasöfnun ríkisins og afkomu ríkissjóðs á þessum Covid tímum, en nær á sama tíma ekki upp í nef sér vegna hneykslunar á skuldastöðu Reykjavíkurborgar, sem þó er miklu skárri en hjá ríkissjóði.

Þetta er pólitískt val heilaþveginna.

Bjarni Benediktsson má sem fjármálaráðherra gera hvað sem er í sínu ráðuneyti og ríkisstjórnin öll má safna skuldum vegna Covid.

Á nákvæmlega sama tíma má þetta vitgranna fólk ekki heyra minnst á að skuldir Reykjavíkurborgar undir forustu Dags. B. Eggertssonar hafi aukist vegna þessarar sömu Covid veiru án þess að rjúka upp eins og eitraðar nöðrur og spýta úr sér eitrinu í allar áttir.

Víðsýnin er engin og þröngsýnin alls ráðandi.

Í sjálfu sér á ekki að hlæja að svona fólki – það er ekki fallegt að hlæja að fávisku yfirhöfuð – en þegar það ryðst í sífellu fram á ritvöllinn og opinberar sínar andlegu takmarkanir á þennan hátt er afar freistandi að bresta í hlátur!

Höfundur er kennari og fyrrverandi ritstjóri

Ekki missa af...