Hjalti læknir um brottrekstur óbólusettra: „Búinn að missa þolinmæðina fyrir antivax liðinu“

„Jahá, minn gamli vinnustaður í Minnesota er búinn að missa þolinmæðina fyrir antivax liðinu. Mayo var að segja upp því ca 1% starfsfólksins sem ekki ætlar að láta bólusetja sig gegn covid.“

Þetta segir yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, Hjalti Már Björnsson, en hann á Tíst dagsins hjá 24. Hann deilir frétt þess efnis að Mayo Clinic, alþjóðleg einkarekin heilsugæsla, ætli að reka alla þá sem neita að bólusetja sig. Hjalti er tíður viðmælendi fjölmiðla en hárprýði hans hefur löngum vakið athygli.

Hjalti er þaulmenntaður og reynslumikill læknir. Hann hefur gegnt fyrrgreindri yfirlæknastöðu í fjölda ára ásamt því að vera kennslustjóri bráðalæknanáms á Landspítalanum. Hann starfaði í fjögur ár sem bráðalæknir á Mayo Clinic.

Sífellt fleiri hafa undanfarið kallað eftir því að óbólusettum sé á einhvern hátt refsað. Eðlilega segja sumir, enda telja þeir sömu að hegðun þeirra ógni heilsu almennings. Þar á meðal má helst nefna Emmanuel Macron Frakklandsforseta sem sagði á dögunum í viðtali við dagblaðið Le Parisien að hann vildi allt gera til að ergja óbólusetta.

Ekki missa af...