Hellisbúar á knattspyrnuvellinum

Sigmundur Steinarsson skrifar:

Það var greinilegt að margir knattspyrnumenn sem voru í sviðpsljósinu í undankeppni HM kvenna í kvöld og sl. föstudag, eiga mikið eftir ólært í göldrum knattspyrnunnar, þannig að leikir þeirra verði eftirsóttarverðir fyrir áhorfendur. Það má sjá á úrslitum:

England – Lettland 20:0

Írland – Georgía 11:0

Spánn – Skotland 8:0

Litháen – Sviss 0:7

Austurríki – Lúxemborg 8:0

Rúmenía – Ítalía 0:5

Noregur var yfir gegn Armeníu 9:0 þegar leik var frestað vegna þoku eftir 69 mín. Hann verður kláraður í fyrramálið.

Armenía tapaði fyrir Belgíu á föstudag; 19:0, en þá mátti sjá úrslit eins og:

Þýskaland – Tyrkland 8:0

Slóvenía – Eistland 6:0

Wales – Grikkland 5:0

Frakkland – Kazakhstan 6:0

Margir leikir í gærkvöldi fóru 4:0. Þar á meðal Ísland – Kýpur. Leikmenn liðanna fá flestur góðar bónusgreiðslur, fyrir að taka mótherja sína í „kennslustund“.

Ekki missa af...