Hættum tuðinu og öndum með nefinu

Hermann Guðmundsson skrifar:

Íslendingar lifa í dag mestu góðæristíma frá landnámi. 

Kaupmáttur er í hæstu hæðum, atvinnuleysi sáralítið og almenn velmegun svífur yfir vötnum. 

Þrátt fyrir þessa staðreynd er mikið tuðað um að allt sé ómögulegt og einna mest er tuðað yfir vægum sóttvarnaraðgerðum sem yfirvöld beita til þess að verja okkur sjálf. 

Einföld bólusetning hefur klárlega bætt stöðu okkar sem hana þiggjum, það hefur ekki alltaf verið í boði. 

Fyrir 100 árum síðan geisaði alvöru veirusýking á Evrópu, þá er talið að allt að 25 milljónir manna hafi látist fyrir utan alla þá sem veiktust alvarlega og náðu aldrei fullum bata. 

Við sem lifum þessa forréttindatíma ættum að anda með nefinu og njóta þess að vera frísk, lifandi á góðæristímum og vitandi að börnin okkar eiga í vændum enn betri tíma.

Höfnundur er forstjóri Kemi

Ekki missa af...