Hægrimenn þenja út báknið – 715 milljónir á ári til flokksgæðinga

Eitt að því sem Vinstri stjórn Jóhönnu gerði á erfiðum tíma var að fækka ráðherrum í sparnaðarskyni.

Minnir að þeir hafi verið átta.

Nú ráða hægri öflin öllu og þenja báknið og útgjöld þess út.

Ráðherrar eru orðnir 12 og þeir mega ráða sér 27 aðstoðarmenn!

Fáir vita að hver aðstoðarmaður er á betri launum en réttur og sléttur alþingismaður!

Áætlað er að launakostnaður ráðherra og aðstoðarmannastóðsins verði 715 milljónir á næsta ári og svo er gert ráð fyrir sömu fjárhæð út kjörtímabilið!

Upphæðin fer þá í rúmlega 2,8 milljarða.

Líkur á að sú áætlun standist eru vitaskuld engar, en samt er bullið sett á blað!

3-4 milljarðar  verða nær sanni.

Á Íslandi hækkar allt reglulega.

Á tímum undangenginna hægri stjórna hefur ekkert hækkað jafn mikið og laun ráðherra og þingmanna og eru þau nú með því hæsta sem þekkist í veröldinni.

Báknið burt?

Nei, nei, enga svoleiðis vitleysu!

Hægri menn þenja það endalaust út – en hallmæla þeirri þenslu í blekkingarskyni jafnóðum.

Algjörir ómerkingar og ekkert annað!

Höfundur er kennari og fyrrverandi ritstjóri

Ekki missa af...