Gúrkuóþol landlægt á Íslandi – Útlendingar finna annað bragð

Tíst dagsins á Dr. Auður Magndís Auðardóttir, aðjúnkt á Menntavís­inda­sviði HÍ, en hún bendir á að gúrkur séu í raun ekki hæfar til manneldis. Í það minnsta á það við flesta Íslendinga. Að hennar sögn er gúrkuóþol landlægt hér líkt og mjólkuróþol meðal íbúa í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Kóríander er svo annað dæmi um matvöru sem gen ráða því hvort viðkomandi finnur gott bragð eða ælubragð.

Auður upplýsti Alexöndru nokkra um þetta en sú síðarnefnda skrifaði: „Af öllum mat sem ég hef ekki fílað þá er verst að ég geti ekki gúrkur. Endalaust af „en það er varla bragð?“ „Þetta er bara vatn?“. Ok?? Er þá ekki bara til meira fyrir þig af þessu ógeðslega grænmeti sem er út um fokking allt??“

Auður svarar og segir: „Þetta með gúrkur er genatengt. Við finnum ógeðsbragð af einhverju efni í þeim sem flestir finna ekki bragð af. Það er meira að segja stuðningsgrúppa á FB fyrir gúrkuhatara sem þurfa að díla við „en þetta er bara vatn“ alla sína æfi.“

Það má því gera ráð fyrir að útlendingar finni eitthvað dásamlegt bragð af gúrkum sem flest okkar á Íslandi munum aldrei upplifa.

Ekki missa af...