Gríman kvödd á miðnætti: Skemmtistaðir opnir lengur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun að öllum sóttvarnaaðgerðum yrði aflétt á næstu fjórum vikum. Landsmenn geta svo fleygt fargað öllum sínum sóttvarnargrímum í nótt því á miðnætti verður grímuskylda með öllu aflétt. Auk þess munu tvö þúsund manns mega koma saman og opnunartími skemmtistaða lengist um klukkutíma. Nú mega þeir hafa opið til tvö eftir miðnætti. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.

Svandís ræddi við fréttamenn RÚV og sagði að loknum fundi:

„Við þurfum bara að læra af reynslunni og við höfum verið að aflétta í skrefum í faraldrinum. Nema í júli þegar við tökum þetta stóra skref og erum enn að bíta úr nálinni með það. Þetta er nánast full aflétting og mjög lítið sem stendur út af.“

Ráðherran sagði stöðuna á Landspítalanum ekki hafa haft afgerandi áhrif. Þá Svandís var spurð hvort full sátt hafi verið um þessa leið innan ríkisstjórnarinnar. Sjálfstæðismenn hafa sótt sífellt harðar gegn sóttvarnaaðgerðum meðan VG og Framsókn hafa ekki gengið eins langt. Um það sagði Svandís:

„Það endar alltaf með því.“

Ekki missa af...