Grátlega fyndið leikrit Birgisnefndar

Björn Birgisson skrifar:

Nú er Birgisnefndin að ljúka störfum sínum vegna klúðursins í Norðvesturkjördæmi.

Niðurstaða nefndarinnar er algjörlega nákvæmlega sú sem ég er vikum saman búinn að teikna upp og kynna – nánast frá því að skipað var í nefndina!

Þetta er eiginlega grátlega fyndið!

Nefndinni var ALDREI ætlað annað en að staðfesta seinni talninguna – þessa sem var með endurbættu úrslitin!

Staðfesta svindlið!

Svindlið skrifað í skýin

Nefndinni  var einnig ætlað að tefja tímann til að gefa formönnum stjórnarflokkanna meiri tíma til að semja nýjan stjórnarsáttmála.

Allt hefur þetta gengið eftir.

Oft er sagt að erfitt sé að spá – sérstaklega um framtíðina!

Í þessu tilviki þurfti ekki að spá neinu.

Þetta var allt skrifað í skýin og blasti algjörlega við!

Björn Birgisson er kennari og fyrrverandi ritstjóri.

Ekki missa af...