Gísli á algjöru jarðsprengjusvæði: „Ég hugsa til þess með hryll­ingi“

„Al­gjört jarðsprengju­svæði. En hug­leiðing dags­ins er þessi: Er skyn­sam­legt að láta bólu­setja sig eða ekki?“

Þessari spurningu varpar Gísli Páll Pálsson fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Gísli sem er forstjóri Grundarheimilanna, dvalar- og hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Gísli fer hörðum orðum um andstæðinga bólusetninga og segir að ef þeir hefðu fengið að ráða væru í dag engir biðlistar eftir rýmum á hjúkrunarrýmum, slíkt væri mannfallið.

Gísli Páll bætti nýlega þriðju bólusetningunni við og er:

„ … er ánægður með að vera kom­inn með enn betri vörn við þess­um and­styggðar­vírus sem engu eir­ir.“

Gísli segir að eðlilega séu skiptar skoðanir á gagnsemi, „sumir myndu segja skaðsemi,“ bólusetninga. En Gísli er ekki í neinum vafa og telur bólusetningu skipta öllu máli sé tekið mið af veikindum heimilis- og starfsmanna Grundarheimilanna sem smitast hafi af Covid-19.

„Óbólu­sett­ir veikj­ast mest og flest­ir tals­vert mikið. Þeir sem hafa fengið þrjá skammta af bólu­efni veikj­ast flest­ir lítið sem ekk­ert,“ segir Gísli Páll og bætir við:

„Ég hugsa til þess með hryll­ingi ef þeir sem eru al­farið á móti bólu­setn­ing­um hefðu ráðið för hér á landi í þess­um vonda far­aldri. Það er ef til vill kald­hæðið að segja þetta, en læt vaða:

„Ef eng­inn hefði verið bólu­sett­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­um væru eng­ir biðlist­ar eft­ir rým­um þar.“

Ekki missa af...