Gefist upp – Ljósin eru kveikt og ykkar partý er búið

„Gefist bara upp – Ljósin eru kveikt og ykkar partý er búið.“ Þessi fleygu orð lætur leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir falla á samfélagsmiðlinum Facebook. Daglega birtir 24 fleyg orð sem hinir ýmsu nafntoguðu Íslendingar láta falla á Twitter eða Facebook. Ágústa Eva á orð dagsins að þessu sinni. Hún segir:

„Hvað ætli séu margir raunverulega þarna úti sem skjálfa inn í sér og upplifa vanmátt gagnvart ægivaldi „útskúfunarstefnunnar ógurlegu“.

Agalegt alveg þegar það er flautað og ljósin eru kveikt. Sumir búnir að gera meira af sér en aðrir, særa og meiða meira en aðrir, þessir aðilar eiga fjölskyldur, börn, foreldra og jafnvel vini.

Sumir vinir grunlausir um ógeðfelda hegðanina og aðrir samsekir.

Spilaborgir hrynja reglulega í mannkynssögunni, það er ekkert nýtt. Það er ógeðslegt hvað sumir hafa upplifað og enn þá ógeðslegra eru snjóboltaáhrifin, meðleikendur og þátttakendur í yfirhylmingunni.

Gefist bara upp kæru þátttakendur.

Ljósin eru kveikt og það er bara aumkunarvert að horfa upp á réttlætingarnar og mótsláttinn.

Ykkar partý er búið.

Leyfið nú næstu kynslóð að halda sitt eigið, með sínum eigin leikreglum. Núll tolerans.

Það eru siðaskipti að eiga sér stað, færið ykkur bara.“

Ekki missa af...