Fyrsta ljóðið kemur í lok viku

Brynjar Níelsson skrifar:

Ef eitthvað er að marka fréttir þá hefur Bubbi, vinur minn, loksins orðið við beiðni minni um að semja um mig ljóð. Mörg bestu ljóð snillinga hafa verið samin í reiðikasti, eins og Göllavísur Ása í Bæ. Það á ekki við um Bubba. Ef ég vissi ekki betur hefði ég haldið að þetta ljóð hafi komið úr smiðju reiða mannsins sem hringir daglega í útvarp Sögu og skilur ekkert í óréttlæti heimsins. Bubbi fær ekki verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir þetta ljóð en kannski bunch of money frá skattgreiðendum.

Sjálfur hef ég verið að reyna fyrir mér í ljóðlist. Þau ljóð eru ekki samin í reiðikasti en eru með dassi af hroka og leiðindum. Ég ætla að birta það fyrsta í vikulokin, sem er um þá sem alltaf eru með reimaðan boxhanska og kýla tilviljunarkennt úti í loftið og í hvern þann sem á leið um. Það er ljóð um sjálfhverfu, frekju og yfirgang. Kannski er það bara um mig sjálfan.

Eftir Brynar Níelsson. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Ekki missa af...