Frásögn BARA fyrir eldri stráka!

Eftir Kristján Berg fiskikóng

Varúð! Þessi lestur er aðeins fyrir stráka, eldri stráka!

Ég er kominn á aldur og hef verið að glíma við skjaldkirtils sjúkdóm undanfarin ár. Ég fór því í blóðrannsókn síðast liðinn mánudag. Læknirinn minn hafði samband og vildi fá mig í viðtal til sín í fyrradag, á föstudaginn.

Ég þáði það.

Heimilislæknirinn minn er ung, dökkhærð og myndarleg kona. Hún er sirka 10 til 15 árum yngri en ég. Þegar ég kom inn í herbergið, þá læsti hún hurðinni.

Mér fannst það skrýtið! (broskall)

Við fórum yfir sjúkdóminn og fundum lausnina. Ég á bara að taka tvær pillur á dag og svo fara aftur í blóðrannsókn eftir einn mánuð. Minnsta mál í heimi.

Vildi skoða á mér rassinn, shiiiit!

Viðtalið snerist svo uppí, hvernig hægðirnar mínar eru á litinn.

Mjög óþægilegt að tala um það, og beint fyrir framan lækni. Það fannst mér alla vega en ætli það hafi ekki verið bráðnauðsynlegt.

Ég ætla rétt að vona það!

Hún sagði að ég væri kominn á tíma, orðinn 50 ára og þyrfti að fara í ristilskoðun, ristilspeglun.

Hún pantaði því tíma fyrir mig hjá meltingarlæknir. Ég sagði:

„Það er frábært.“

Ég ætlaði að kveðja, en þá sagði hún að það þyrfti að skoða mig fyrst.

… … … Þar er að segja rassinn á mér.

Shit!

Ég svitnaði.

Roðnaði

Og vissi ekki hvað ég ætti að gera nú eða hvernig þetta færi fram.

Spurði hana því að hvað ég ætti að gera;

„Hvernig er þetta framkvæmt?“

Ég var ískaldur þegar ég bar spurninguna fram.  

„Þú tekur bara niður um þig buxurnar og leggst á bekkinn hérna, kreppir saman fæturna og snýrð rassinum í mig!!“

Díssess!

Smyrsl og gúmmíhanskar

Hjartslátturinn var kominn í tvö hundruð. Svitinn spratt fram og kinnarnar rauðar.

Ég lagist á bekkinn, með buxurnar niður um mig, rassinn blasti við henni.

Ég heyrði að hún var að fara í hanska, þetta eru lengstu sekúndur í lífi mínu. Eins og tíminn væri stopp.

Ég heyrði hana vera að setja smyrsl á puttann sinn. Þið vitið svona slímugt hljóð.

Tíminn var gjörsamlega stopp.

Ég með bert rassgatið sem blasti við lækninum, starandi á kaldann hvítmálaðan vegginn og bara bíða eftir að hún gerði eitthvað við mig.

Hún lyfti upp annarri rasskinninni, bað mig um „að slaka á“, shitt, það var erfitt.

Síðan fann ég kaldann puttann útataðan í einhverju smyrsli, renna inn í rassinn á mér.

Ekki gott og ég frosinn með kaldann svita á enninu.

Það er bara einn putti á þessari jarðkringlu sem hefur snert þetta rassop á minni lífsleið, (fyrir utan hendurnar á mömmu þegar ég var 0-2 ára.) haha.

Við tók upptalning á hvað hún var að finna inni í rassaborunni á mér.

Ég hugsaði:

„Hvers vegna er hún að segja mér þetta. Getur hún ekki bara klárað þetta og skrifað á blað. Tekið puttann úr rassinum á mér og klárað tímann.“

Þetta tók þó endi, sem betur fer.

Skorti kjarkinn

Í dag, sólarhring síðar er ég rosalega feginn að þessari skoðun sé að baki.

Ég var búinn að hugsa um að láta framkvæma þetta í mörg ár. En hafði ekki kjark í það.

-Panta tíma og vita að þetta yrði gert við mig, ekki þægileg tilhugsun.

Þetta tók ekki langan tíma og var ekki vont.

-En óþægilegt, á þessum tímapunkti. Ég ekki undir þetta búinn, falleg stúlka að gera þetta við mig og bara allt eitthvað svo súreíallíkst.

Ég sagði frá þessari upplifun minni á Snapchat, og þá svaraði einn:

… Kristján, vertu bara feginn að þetta var ekki gamall kall, með þykka putta og með tvo til þrjá læknanema í kringum sig!“

Ég hvet ykkur strákar sem eigið þetta eftir að drífa í þessu.

Þetta er ekkert mál. Mæli með að fara í Heilsuvernd, Urðarhvarfi.

Ég vona að þið hafið átt skemmtilegan og EFTIRMINNILEGANN Svartan Fössara.

Eins og ég.

Eitt að lokum; mikið óskaplega var ég feginn þegar ég kom út að á biðstofunni og inni hjá lækninum að það væri grímuskylda allan tímann.

Vonandi nutuð þið helgarinnar.

Höfundur er Fiskikóngur

Ekki missa af...