Viðarstigar í nýju ljósi: Hefur þér dottið þetta í hug?

Það er eitthvað við viðarstiga sem mér finnst svo mikið augnakonfekt.

Mér áskotnaðist eldgamall stigi, örugglega þriggja metra langur, sem var búinn að standa úti í öllum veðrum í mörg ár. Hann hafði verið geymdur fyrir utan verkstæði og leit út fyrir að vera ónýtur. Gleðin leyndi sér ekki þegar ég manaði mig loksins að spurja eigandann og fékk að eiga hann.

Ég þurfti að byrja á að þurrka hann vel svo hann stóð upp við heitan ofn í nokkra daga. Á meðan viðurinn þornaði þá braut ég heilann yfir því hvað kæmi fallegast út og hvernig ég sá stigann fyrir mér. Ég fór að velta því fyrir mér hvort ég ætti að lakka hann, mála, bæsa eða hvað? Auðvitað var ég fljót að skunda inn á Pinterest, þennan frábæra samfélagsmiðil sem ég nota mest af þeim öllum.

Hann var svo stór að ég ákvað að saga hann í tvennt og ekki verra að eiga þá tvö eintök. Næst á dagskrá var að pússa hann og viti menn, í ljós kemur þessi fallegi náttúrulegi litur. Ég var svo ánægð með hann að ég gat með engu móti farið að eyðileggja það. Síðan þá hefur viðarstiginn brugðið sér í hin ýmsu hlutverk, meðal annars var hann notaður sem fata- og handklæðahengi.

Ég er búin að raða smáhlutum, myndarömmum og seríum á óteljandi vegu síðan ég hengdi hann upp

Hér eru fleiri hugmyndir hvernig hægt er að nota viðarstiga á heimilinu:

Stiginn hér er æðislegur sem bókahilla

Ekki missa af...