Finnst þér eiga að létta af öllum takmörkunum? – Taktu þátt í könnun

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að allar forsendur séu til staðar til að halda áfram tilslökunum hér á landi í kjölfar heimsfaraldursins. Hann fundaði með stjórnendum Landspítalans í gær en greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Takmarkanir innanlands voru framlengdar um tvær vikur þann 5. október síðastliðinn og renna út þann 20. október. Þá segir í leiðara Morgunblaðsins í dag að kveðið hafi við nýjan tón hjá Landspítalanum um aðgerðir vegna kórónaveirunnar.

„Sett­ur for­stjóri spít­al­ans, Guðlaug Rakel Guðjóns­dótt­ir, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að rými væri til að slaka á aðgerðum, en að ráðast yrði í til­slak­an­ir með raun­sæi og var­kárni og að taka yrði til­lit til getu spít­al­ans.“

Þórólfur vill meina að stjórnendur Landspítalans hafi ekki lýst yfir neinum skoðunum á tilslökunum og telur hann að engin rök vera fyrir áframhaldandi takmörkunum.

Hvað segja lesendur 24? Taktu þátt í könnun: 

Finnst þér eiga að létta af öllum takmörkunum?

Ekki missa af...