Fimm þekktir Íslendingar með erlenda tvífara

Tvífarar leynast víða og stundum þarf að spyrja sig hvort augun séu að blekkja mann eða ekki. Þetta eru fimm dæmi um Íslendingar sem eiga sér mögulega leynilíf á erlendri grundu.


Birgitta Haukdal – Natalie Wood

Tvær hæfileikaríkar og fallegar og deila ýmsu í ásýnd sinni. Birgitta er sjálf fædd skömmu áður en Wood lét lífið, svo kannski hafa einhverjir töfrar síast í þá áttina. Sjarmann vantar í það minnsta ekki hjá báðum dömunum.


Atli Óskar Fjalarsson og Noah Schnapp

Leikarinn Atli Óskar Fjalarsson á sér góðan tvífara í Noah Schnapp úr Stranger Things. Þá vitum við hvað Atli hefur verið að bralla í raun við dvöl sína í Bandaríkjunum.


Jón Gunnar Þórðarson – Jack Raynor

Höfundurinn Jón Gunnar Þórðarson á ýmislegt sameiginlegt í andlitslagi með stjörnu sem hefur verið á uppleið að undanförnu. Leikarinn Jack Reynor, sem margir hverjir þekkja úr Transformers og Midsommar, er af bandarískum og írskum uppruna. Svipurinn er sterkur, óneitanlega.


Sonja Valdin og Lily Collins

Sonja og Lily eiga það sameiginlegt að hafa slegið í gegn hjá börnum og unglingum. Augnasvipurinn er einnig keimlíkur og persónutöfrar í stíl.


Sindri Eldon og Matt Berry

Tónlistarmaðurinn Sindri Eldon, oft þekktur sem sonur Bjarkar, er kostulegur karakter, sem má sömuleiðis segja um breska grínarann Matt Berry. Hinn síðarnefndi sló reglulega í gegn í þáttunum The IT Crowd og í réttri birtu er auðvelt að rugla þeim tveimur saman.

Ekki missa af...