Er þetta sanngjarnt?

Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar:

Þau voru hress á Bylgjunni í morgunsárið. 

Umræðuefnið þó alvarlegt, desemberuppbót örorkulífeyristaka er krónur 47.881. 

Atvinnuleitendur fá 92.200. Það munar nær helmingi. 

Nauðsynlegt er að setja inn eingreiðslu til öryrkja núna og ætti hún að vera 100.000 kr. 

Skattlaust.

Hækka örorkulífeyrir, draga úr skerðingum og hækka frítekjumark á atvinnutekjur. 

Átta af hverjum tíu nær vart eða ekki endum saman um hver mánaðamót.

Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins

Ekki missa af...