Engar tillögur að hertum aðgerðum að svo stöddu

Aldrei fleiri greinst með kórónuveiruna frá upphafi faraldursins á Íslandi en 836 greindust með COVID-19 innanlands í gær. Um 4.995 manns eru nú í einangrun vegna Covid-19 samanborið og 6.187 eru nú í sóttkví.

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru á meðal þeirra sem greinst hafa með veiruna, þau Bjarni Benediktsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert.

Þórólfur kveðst ekki vera með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum en reiknar ekki með öðru en að áfram greinist fjölmargir á degi hverjum.

Ekki missa af...