„En það er allt svo gott á litla ljúfa Íslandi. Dýrin hoppandi glöð í sveitinni“

Tíst dagsins á sálfræðingurinn Hulda Tölgyes, en hún leggur orð í umræðuna um meðferð dýra á Íslandi. Um daginn birtu svissneskir dýraverndunarsinnar stutta heimildarmynd þar sem blóðtökuaðferðir á merum var sýnd. Meðferðin er vægast sagt slæm og dýrin þjáð.

Umræðan kom flatt upp á marga sem töldu íslenska fjárrækt vera mannúðlegri en kann að þekkjast utanlands.

Hulda birtir eftirfarandi mynd sem sýnir tölfræði yfir slátruð dýr árið 2015.

„Mynd frá samtökum grænkera. En það er allt svo gott á litla ljúfa Íslandi. Dýrin hoppandi glöð í sveitinni..“ skrifar hún í Tístinu.

Yfir sex milljón dýrum var slátrað árið 2015, þar af nærri því átta þúsund hrossum.

Ekki missa af...