„Mér verður hlýtt að innan”

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason kveðst eiga það sameiginlegt með söngkonunni Adele að fella tár þegar hann hugsar til gamals kennara. Atvikið sem Egill vísar til má sjá hér fyrir neðan. Egill á Fleyg orð á Facebook hér á 24 þennan daginn. Egill rifjar upp árin sem hann átti með Jens Hallgrímssyni kennara sínum frá árunum í Vesturbæjarskóla.  

„Ég les að stórsöngkonan Adele hafi fellt tár þegar hún hitti gamlan kennara sinn. Í minni mínu eru fáeinir svona kennara – mér verður oft hugsað til Jens Hallgrímssonar sem kenndi mér barnungum í Vesturbæjarskólanum – sem þá var í gömlu Öldugötunni og reyndar oft kallaður Öldugötuskóli.“

Egill segir að sér hlýni um hjartarætur við að hugsa til þessa tima.

„Þetta var yndislegur skóli og Jens stýrði okkur krökkunum með ástúð, prúðmennsku og vinsemd – hafði góðan aga á okkur en var samt eins og jafningi okkar. Mér verður hlýtt að innan þegar ég hugsa um kennslustundir hjá Jens í gamla skólahúsinu meðan skammdegið lá á gluggunnum og vetur gnauðaði og svo voru það vorin með brunaæfingunum og endalausum leikjum og spjalli í skólaportinu.“

Ekki missa af...