Ég er bólusettur, ekki til að þóknast stjórnvöldum

„Ég er bólusettur og nei, ég veit ekki nákvæmlega hvað er í því – hvorki í þessu bóluefni, þeim sem ég fékk sem barn, né í Big Mac, eða í pylsum, kjötfarsi eða jafnvel í öðrum læknismeðferðum…hvort sem meðferðin er við krabbameini , alnæmi, fjölliðagigt, eða bóluefni fyrir ungabörn eða börn.“

Svo hefst keðjubréf sem fjöldi Íslendinga hafa deilt í vikunni. Höfundur þess er óþekktur. Þó er ljóst að allmargir eru sammála huldumanninum. Sá heldur áfram og skrifar:

„Ég veit heldur ekki hvað er í íbúprófeni, parasetamóli eða öðrum lyfjum, það læknar bara höfuðverk og verki.

Ég veit ekki hvað er í blekinu fyrir húðflúr, vaping, bótox og fylliefni eða hvert innihaldsefni í sápunni eða sjampóinu mínu eða jafnvel svitalyktareyði. Ég veit ekki langtímaáhrif farsímanotkunar eða hvort veitingastaðurinn sem ég borðaði á notaði virkilega ómengaðan mat né hvort starfsfólkið þvoði sér um hendurnar.

Í stuttu máli …

Það er margt sem ég veit ekki og mun aldrei vita…

Ég veit bara eitt: lífið er stutt, mjög stutt, og mig langar að gera eitthvað annað en að fara bara í vinnuna á hverjum degi eða vera lokuð/aður inni á heimili mínu. Mig langar að ferðast og knúsa fólk óttalaust.

Ég er bólusettur, ekki til að þóknast stjórnvöldum heldur til að:

* deyja ekki úr Covid-19.

* lenda EKKI á sjúkrahúsi ef ég verð veik/ur.

* geta knúsað ástvini mína

* þurfa ekki að gera PCR eða mótefnavakapróf til að fara út að dansa, fara á veitingastað, fara í frí og njóta þess sem lífið hefur uppá að bjóða …

* lifa lífi mínu.

*börn geti stundað sitt nám, íþróttir og áhugamál.

* Covid-19 verði gömul minning sem fyrst.

* vernda okkur öll.“

Ekki missa af...