Ef allt væri eðlilegt

Því miður hafa stjórnvöld í gengum tíðina ekki látið persónuafsláttinn fylgja verðlagshækkunum eins og eðlilegt væri og hefur verið baráttumál verkalýðshreyfingarinnar um áratugaskeið.

Í dag er persónuafslátturinn 50.972 kr. á mánuði en ætti að vera 62.758 kr. ef hann hefði fylgt verðlagi frá árinu 2000.

Hérna munar 11.786 kr. hjá hverjum launamanni í hverjum mánuði eða sem nemur 141.432 kr. á ársgrundvelli og samanlagt hjá hjónum er þetta 282.864 kr. á ársgrundvelli og munar svo sannarlega um minna.

Ef allt væri eðlilegt þá myndu stjórnvöld lagfæra þennan mun sem hafður verið af launafólk með því að láta persónuafsláttinn ekki fylgja verðlagsþróun.

Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrrverandi varaforseti ASÍ

Ekki missa af...