Dýrmæt lexía Vésteins – Þakkar lögregluþjóninum sem greip í taumana

„Dýrmætasta lexían sem ég fékk á árinu sem leið var kannski mjög há sekt fyrir of hraðan akstur, eftir að ég var stöðvaður á þjóðvegi 60 á 134 km hraða í ágúst.“

Vésteinn Valgarðsson, fyrrverandi varaformaður Alþýðufylkingarinnar og stuðningsfulltrúi á Kleppi, á Fleyg orð á Facebook þennan daginn hjá okkur á 24. Þar þakkar Vésteinn lögregluþjóni sem greip í taumana og stöðvaði för hans á síðasta ári. Fyrir það þakkar Vésteinn og við gefum honum orðið:  

„Ég hefði annars fyrr eða síðar farið mér og/eða öðrum að voða.

Þannig að ég er þakklátur lögreglumanninum sem tók þarna fram fyrir hendurnar á mér.

Of hraður akstur er bannaður af góðri ástæðu.

Hann er ekki kúl og þessi tími sem hann sparar manni er ekki svona mikils virði.

Að öðru leyti var árið 2021 gott fyrir mig. Upp úr stendur að við Inga giftum okkur og eigum von á barni. Og við fengum okkur meira að segja hund.

Miðað við hvað hundurinn er vel heppnaður, þá hlakka ég til að sjá barnið.“

Ekki missa af...