Dýrið slær aðsóknarmet vestanhafs en dræm aðsókn á Íslandi: „Gaman að sjá hvað viðbrögð eru misjöfn“

Kvikmyndin Dýrið (e. Lamb) eftir Valdimar Jóhannsson sló aðsóknarmet í Bandaríkjunum en myndin var frumsýnd vestanhafs á dögunum í 600 tjöldum við aðsókn sem er talin hafa farið langt fram úr væntingum framleiðenda. Myndin halaði inn um eina milljón Bandaríkjadali, eða um rúmar 130 milljónir í íslenskum krónum.

Engin íslensk kvikmynd hafði áður fengið jafn víða dreifingu vestanhafs og þótti það til marks um hversu mikla trú A24, dreifingaraðili myndarinnar, hafði á aðsókn hennar. Aðalframleiðandi myndarinnar, Hrönn Kristinsdóttir, tekur undir þetta. Í samtali við 24 segir Hrönn þau Valdimar og teymið vera himinlifandi yfir viðtökum og ferðalaginu tengdu henni. Segir hún það annars vegar súrt að Dýrinu skuli ganga með ólíkindum vel alls staðar annars staðar en á Íslandi.

Myndin rataði í 5. sæti aðsóknarlista kvikmyndahúsa eftir þriðju sýningarhelgi með tæplega 3,400 áhorfendur alls. Dýrið sáu 719 gestir í liðinni viku. Vill Hrönn meina að þessar tölur séu vonbrigði.

„Við skiljum ekkert í þessu og bjuggumst alls ekki við því að myndin yrði vinsælli í Bandaríkjunum en nokkurn tímann á Íslandi. Þegar við fórum af stað vorum við nánast á því máli að útkoman yrði öfug, segir Hrönn við 24.

Mikil keyrsla hefur annars vegar legið á framleiðsluteymi Dýrsins og þegar 24 sló á þráðinn til Hrannar var hún nýlent á Spáni þar sem við tekur kvikmyndahátíðin í Sitges. Enn er þó nóg eftir að ferðalaginu og lofið heldur áfram að ausast úr öllum áttum að sögn framleiðandans. Spurð að því hvort síminn stoppaði ekki fyrir tilboðum umboðsfólks þverneitar hún ekki fyrir það.

„Þetta er auðvitað bara búið að vera mjög gleðilegt. Það er líka gaman að sjá hvað viðbrögð eru misjöfn eftir því í hvaða landi við erum stödd í,“ segir Hrönn og kveður upplifunina og ferðalagið draumi líkast. „Við gerðum stóran pressutúr í Bandaríkjunum og vorum til að mynda með tvær sýningar í New York og tvær í Los Angeles. Eftir hátíðina hér á Spáni er næst haldið til Guadalahar í New Mexíkó. Eftir það svo til London, Belgíu, Rómar og Rúmeníu,“ segir Hrönn.

„Við skiljum ekkert í þessu og bjuggumst alls ekki við því að myndin yrði vinsælli í Bandaríkjunum en nokkurn tímann á Íslandi. Þegar við fórum af stað vorum við nánast á því máli að útkoman yrði öfug, segir Hrönn við 24.

Mikil keyrsla hefur annars vegar legið á framleiðsluteymi Dýrsins og þegar 24 sló á þráðinn til Hrannar var hún nýlent á Spáni þar sem við tekur kvikmyndahátíðin í Sitges. Enn er þó nóg eftir að ferðalaginu og lofið heldur áfram að ausast úr öllum áttum að sögn framleiðandans. Spurð að því hvort síminn stoppaði ekki fyrir tilboðum umboðsfólks þverneitar hún ekki fyrir það. Segir Hrönn einnig að samstarfið við A24 hafi gengið eins og í sögu, en dreifingarfyrirtækið er af mörgum talið með því virtara um þessar mundir.


Segir í fréttatilkynningu frá A24 að dreifingaraðilar Dýrsins í Bandaríkjunum voru vissir um að myndin fengi góða aðsókn og höfði til hóps yngri áhorfenda í Bandaríkjunum en þeirra sem sækja Bond-myndirnar.

„Við vitum að Lamb er einstök perla, aðgengileg, sorgleg og fyndin. Viðbrögðin á forsýningum hafa staðfest það og yfir tíu milljónir hafa horft á kynningarstikluna.

Myndin hefur alla burði til að slá í gegn hér í Bandaríkjunum og við erum ofboðslega spennt fyrir því að frumsýna hana svona stórt,” segir David Laub hjá A24 í fréttatilkynningu í tengslum við aðsókn og dreifingu Dýrsins.

Dýrið hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes á þessu ári fyrir frumleika. Aðalhlutverkin eru í höndum Noomi Rapace, Hilmis Snæs Guðnasonar og Björns Hlyns Haraldssonar.

Hver leynist undir brúnni?

Hver leynist undir brúnni?

Engar hryllingssögur

Birtu bara bréfin Drífa

Lífið í miðjunni

Ekki missa af...