Dularfullt kuldamistur skemmdi skyggni

Kuldamistur þetta náðist á mynd í Austurbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan átta í morgun. Frost hefur verið í nótt og var logn, fullkomnar aðstæður fyrir slíkri hulu. Skyggni var slæmt enda sjást bara ljós píra úr fjarska, venjulega sést alla leið í Hlíðahverfið.

Aðstæður voru ekki góðar hvorki á gangstígum né götum enda mikil hálka eftir nóttina og siglir brátt í fegurð vetrarsólstaða.

Hitastig fer hækkandi með nóttinni og verður talsverð úrkoma á morgun. Samkvæmt Veðurstofunni verður hiti nokkuð yfir frostmarki í næstu viku sem þýðir að snjórinn gæti verið á undanhaldi.

Ekki missa af...