Börn geta búið á tveimur stöðum – allar bætur skiptast í tvennt

Börn geta verið með fasta búsetu á tveimur stöðum samkvæmt lögum sem taka gildi í byrjun árs 2022. Forsendan er sú að foreldrar geti komið sér saman um umönnun og uppeldi barnsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Form meðlagsgreiðslna breytist talsvert við þetta, en við skipta búsetu falla niður fyrri úrskurðir um meðlag eða umgengni.

SAMEIGINLEG ÁKVÖRÐUN UM FRAMFÆRSLU

Við samþykkta umsókn mun barn áfram eiga eitt tiltekið lögheimili en verður skráð með fasta búsetu hjá báðum foreldrum. Taka þarf ákvörðun um það hvort heimilið er lögheimili og hitt verður þá búsetuheimili.

Uppfylla þarf ýmis skilyrði svo að foreldrar geti sótt um skipta búsetu. Barnið þarf að vera í einum skóla eða leikskóla og að fjarlægð hindri ekki greiðan aðgang að tómstundastarfi. Heimili foreldranna þurfa því að vera nálægt hvort öðru.

Einnig verða allar ákvarðanir um daglegt líf barnsins að vera teknar í sameiningu af báðum foreldrum.

Eins og áður kom fram breytist formið um meðlagsgreiðslur. Ef foreldrar fá samþykkta umsókn um skipta búsetu þurfa þau að koma sér saman um fyrirkomulag búsetunnar, skiptingu framfærslukostnaðar og annarra útgjalda.

Tekið er fram að báðir foreldrar geta átt rétt á opinberum stuðningu eins og barnabótum. Lögin taka gildi eftir áramót en foreldrar geta hafið ferlið núna ef þau vilja.

Ekki missa af...