Borg í Kyrgyzstan eða Ikea húsgagn?

Þriðji þáttur Trivialeikanna fór í loftið fyrir jól. Í þessu nýja spurningahlaðvarpi spreyta tvö lið sig á spurningum sem læknaneminn og Gettu Betur þjálfarinn Daníel Óli Ólafsson semur. Í þetta sinn voru það Stefán Geir Sveinsson og Ingi Erlingsson sem kepptu á móti Jóni Hlífari Aðalsteinssyni og Kristjáni Daðasyni.

Stefán og Jón eru hlustendum kunnugir en þeir voru einnig í andstæðum liðum í báðum síðustu þáttum. Báðar þær keppnir enduðu liði Jóns í vil og það verður spennandi að sjá hvort Stefán nær fram hefndum.

Þættirnir byrja alltaf á nokkrum upphitunarspurningum, en síðustu tveir þættir hafa vakið athygli fyrir einmitt það. Í síðasta sæti var borinn upp titill og keppendur giskuðu hvort um væri að ræða bandarískt strákaband eða kvikmynd með Steven Seagal í aðalhlutverki.

Sjá einnig: Strákaband eða Steven Seagal?

KYRGYZSTAN EÐA IKEA HÚSGAGN?

Í þetta sinn segir Daníel Óli orð og keppendur eiga að giska hvort um ræðir borg í Kyrgyzstan eða Ikea húsgagn.

Kant, til að mynda vafðist ekki neitt fyrir Jóni og Kristjáni, það hljómaði ekki mikið eins og húsgagn. Sama með Liatorp, Ingi og Stefán stukku beint á húsgagnið sem reyndist rétt.

Gætir þú giskað á rétt?

  • Kemin
  • Batken
  • Sakarias
  • Sagstua

Einnig var spurt um yngsta og elsta gestaleikara í þættinum Saturday Night Live, Bandaríkjaforsetann sem kastaði upp í kjöltu forsætisráðherra Japans og fæðingarland J.R.R. Tolkien.

Þátturinn er aðgengilegur á Spotify og fleiri hlaðvarpsveitum. Hægt er að hlusta á hann í gegnum Spotify hlekkinn hér fyrir neðan. Hlustendur eru hvattir til að spreyta sig á spurningunum, enda hægt að segja að það sé eitthvað fyrir alla í hverjum þætti.

Ekki missa af...