Baldur var heimtur úr heljargreipum: „Þetta er risastórt uppgjör“

Í dag, þann 6. nóvember fer fram útgáfuhóf bókarinnar Heimtur úr heljargreipum. Bókin lýsir ótrúlegu lífshlaupi Baldurs Freys Einarssonar, sem fór frá því að verða manni að bana og leika stórt hlutverk í innsta hring undirheima Íslands, yfir í að helga líf sitt því að láta gott af sér leiða og hjálpa öðru fólki.

Baldur Freyr Einarsson á að baki nokkur ólík líf. Hann er alinn upp við nöturlegar aðstæður þar sem ofbeldi og áfengisneysla var daglegt brauð og barnaverndarnefnd var tíður gestur á heimilinu. Seinna var lögheimili hans í undirheimunum og þá gerðist hann handrukkari, fíkniefnasali og beitti sjálfur ofbeldi.  Í samtali við Vísi sagði Baldur um verkið Heimtur heljargreipum.

„Þetta er risastórt uppgjör. Síðustu fjórtán ár hef ég verið að vinna í sjálfum mér frá því að ég sneri við blaðinu,“

sagði Baldur sem var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2002 fyrir að verða manni að bana. Hann segir að bókaskrifin séu mesta sjálfsvinna sem hann hafi farið í.

Bókin er hispurslaus lýsing á hlutum sem flestir kynnast bara í kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum. Saga af ótrúlegum viðsnúningi, sem sýnir að allt er mögulegt.

Í útgáfuteitinu koma fram vel valdir listamenn, eins og Tiny og Bixx, auk þess sem Haukur H. mun flytja frumsamið lag sitt: ,Heimtur úr heljargreipum.

Útgáfuteitið verður haldið í Hverafold 1-3 laugardaginn 6. nóvember og hefst klukkan 15 og lýkur tveimur tímum síðar eða klukkan 17.

Allir eru velkomnir.

Ekki missa af...