AFMÆLISBARN DAGSINS – 9. nóvember

Pjetur Stefánsson, myndlistamaður og tónlistamaður, er fæddur á þessum degi árið 1953. Hann útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1984, var þar í grafík- og nýlistadeildum. Hann hefur haldið sýningar, bæði einkasýningar og verið hluti af samsýningum hér heima og erlendis.

Árið 2014 útskrifaðist hann úr meistaranámi í listkennslu við Listaháskóla Íslands.

Hann hefur starfað við myndlist af einhverju tagi síðan árið 1976. Hann var einnig grafískur hönnuður hjá Ríkisútvarpinu í rúm tuttugu ár.

Hann er einnig tónlistarmaður, spilaði á gítar með Megasi á eftirminnilegum sjónvarpstónleikum árið 1984 og hefur gefið út plötur með hljómsveitunum Big Nós Band og PS&CO.

Ekki missa af...