AFMÆLISBARN DAGSINS – 9. desember

Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, er fæddur á þessum degi árið 1984. Ævar hefur fest sig í sessi sem einn vinsælasti barna- og ævintýrabókahöfundur Íslands, ásamt því að vera með hliðarpersónuna Ævar vísindamaður til taks í vísindakennslu.

Hann útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2008 og hafði komið fram bæði á sviði og í sjónvarpi á þeim tíma. Meðal annars lék hann hlutverk Óðins í Dagvaktinni.

Karakterinn Ævar Vísindamaður hefur menntað börn um alls konar vísindatengd málefni í mörg ár. Hann kom fyrst fram í Stundinni Okkar en var svo með sinn eigin þátt frá 2014 til ársins 2017.

Hann hefur skrifað mjög mikið, allt frá barnabókum yfir í leikverk þar sem áhorfendur hafa áhrif á framvindu sögunnar. Fyrsta leikverkið kom út árið 2005.

Fyrsta bókin hans var Glósubók Ævars Vísindamanns árið 2011. Síðan þá hefur hann skrifað nærri því tuttugu bækur og má segja að séreinkenni Ævars séu bækur þar sem lesandinn ræður sögunni.

Ævar hefur starfað hörðum höndum við það að hvetja börn til lesturs. Hann er margverðlaunaður fyrir verk sín, bæði á Íslandi og úti í löndum. Hann stóð fyrir fyrsta lestrarátaki sínu árið 2014.

Í janúar síðastliðnum var hann útnefndur sendiherra UNICEF á Íslandi, en hlutverk hans er að styðja við baráttu samtakana fyrir réttindum barna.

Ekki missa af...