AFMÆLISBARN DAGSINS – 8. október

Ingimar Oddsson, listamaður, er fæddur á þessum degi árið 1968.

Hljómsveit Ingimars, Jó-Jó, vann Músíktilraunir árið 1988. Tónlistarferill hans er fjölbreyttur en hann samdi meðal annars rokkóperuna Lindindin sem sett var upp í Íslensku Óperunni árið 1995. 

Ingimar er einnig þekktur fyrir að vera guðfaðir gufupönks á Íslandi, en það er fatastíll sem einkennist af framtíðarsýn fólks á Viktoríutímabili Englands. Árið 2017 stofnaði hann Dularfullu Búðina á Akranesi en þar var safn, verslun og kaffihús með gufupönkþema. Dularfulla Búðin var starfrækt í rúmt ár.

Ekki missa af...