AFMÆLISBARN DAGSINS – 8. nóvember

Haraldur Örn Ólafsson, fjallgöngumaður og lögfræðingur, er fæddur á þessum degi árið 1971. Árið 2002 komst hann í sögubækurnar þegar hann kleif upp á tind Mount Everest. Það er afrek í sjálfu sér, en því til viðbótar hafði hann gengið á bæði suður- og norðurpól og klifið hina tindana af þeim sjö hæstu í heiminum. „Þetta er Haraldur Örn Ólafsson. Ég er á þaki heimsins, Mount Everest,“ sagði hann í gegnum gervihnattasíma við Davíð Oddson, þáverandi forsætisráðherra.

Hann kláraði verkið á rétt tæpum fimm árum, á meðan aðrir á þessum tíma luku göngunni á póla og tinda á um átta árum.

Haraldur er einnig hæstaréttarlögmaður og starfar hjá dómsmálaráðuneytinu í vörnum gegn peningaþvætti. Hann leiðir einnig fjallgönguferðir hjá Fjallavinafélaginu.

Ekki missa af...