AFMÆLISBARN DAGSINS – 8. desember

Sólveig Anspach, leikstjóri og handritshöfundur, fæddist á þessum degi árið 1960. Hún fæddist í Vestmannaeyjum, móðir hennar var íslensk og faðir hennar þýsk-rúmenskur.

Hún fluttist snemma til Frakklands og stundaði meirihlutann af sinni kvikmyndagerð þar. Á háskólaárum nam hún heimspeki og klíníska sálfræði en skipti svo um vettvang þegar hún lærði kvikmyndaleikstjórn í La Fémis kvikmyndaháskólanum. Þaðan útskrifaðist hún árið 1989.

Hennar fyrstu verk voru heimildarmyndir, bæði stuttar og í fullri lengd, um fjölbreytt málefni. Þar á meðal fjallaði hún um málefni og staði tengda Íslandi.

Fyrsta leikna kvikmyndin hennar í fullri lengd var Haut les Cœurs! árið 1999, en myndina byggði hún á eigin reynslu að greinast með brjóstakrabbamein á meðan hún gekk með sitt fyrsta barn.

Þær urðu fleiri, bæði heimildarmyndir og leiknar myndir, en árið 2003 leikstýrði hún og skrifaði Stormviðri, sem vakti mikla athygli hér á landi. Didda Jónsdóttir lék aðalhlutverkið, en Baltasar Kormákur, Ingvar E. Sigurðsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir komu einnig fram.

Næsta mynd hennar með Diddu í fararbroddi var Skrapp Út árið 2008. Síðasta mynd þeirra saman var Queen of Montreuil árið 2012.

Sólveig var margverðlaunuð fyrir kvikmyndir sínar. Hún var tilnefnd til Un certain regard verðlaunanna á Cannes kvikmyndahátíðinni fyrir Stormviðri, hlaut verðlaun á Locarno kvikmyndahátíðinni fyrir Skrapp Út og unnið César verðlaun.

Sólveig féll frá eftir langa baráttu við krabbamein árið 2016. Dóttir hennar Clara Lemaire Anspach framleiddi heimildarmyndina Sólveig mín árið 2020 sem fjallar um líf og feril hennar.

Ekki missa af...