AFMÆLISBARN DAGSINS – 7. nóvember

Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur, fæddist á þessum degi árið 1960. Hann lærði við Myndlistaskólann á Akureyri í fjögur ár og menntaðist frekar í nýlistadeild við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, útskrifaðist þaðan árið 1987. Hann lauk meistaraprófi frá Jan Van Eyck akademíunni í Hollandi árið 1989.

Hann hélt tugi einkasýninga hér á landi og í Evrópu ásamt því að hafa tekið þátt í fjöldanum öllum af alþjóðlegum myndlistarviðburðum.

Rithöfundaferill Þorvalds var einnig glæstur, eftir hann liggja bækur af öllu tagi og verk fyrir leiksvið útvarp og sjónvarp.

Hann skrifaði meðal annars barnabókina Skilaboðaskjóðan sem kom út árið 1986. Bókin var sett upp sem söngleikur og frumsýndir í Þjóðleikhúsinu árið 1993. Hann skrifaði einnig seríuna um Blíðfinn sem naut mikilla vinsælda.

Hann var ekki takmarkaður við barnabækur, hann gaf út bókina Við fótskör meistarans árið 2001. Hann sagði í viðtali við Morgunblaðið á þeim tíma; „Barnabækur fá yfirleitt ekki svona heiðursnafnbót að vera kallaðar skáldsögur þannig að þetta er fyrsta skáldsagan.“

Þorvaldur lést 23. febrúar árið 2013.

Ekki missa af...