AFMÆLISBARN DAGSINS – 7. desember

Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona, er fædd á þessum degi árið 1962. Hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1987 og hefur verið á sviði og skjám Íslendinga síðan þá.

Hún var fastráðin við Þjóðleikhúsið árið 1991 og lék sitt fyrsta hlutverk í Pétri Gaut þar. Hún hefur komið fram í fjöldanum öllum af leikritum, bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu.

Hún hefur birst í nokkrum sjónvarpsþáttum, þar á meðal Rétti og Ófærð. Hún er ef til vill frægust fyrir karakterinn Guggu í Dagvaktinni.

Ólafía hefur einnig komið fram í mörgum af frægustu kvikmyndum Íslands. Þar má nefna Brúðgumann, Grimmd, Mýrin og Perlur og Svín.

Hún hefur hlotið Grímu- og Edduverðlaun og oft verið tilnefnd til beggja.

Hún hefur einnig komið fram sem tónlistarkona, hljómsveitin hennar Heimilistónar lenti í þriðja sæti í Söngvakeppninni með lagið Kúst og fæjó.

Ekki missa af...