AFMÆLISBARN DAGSINS – 6. október

Olga Færseth – knattspyrnu- og körfuboltakona – er fædd á þessum degi árið 1975.

Olga spilaði stöðu leikstjórnanda í körfubolta. Hún hóf ferilinn með Keflavík árið 1990 og varð Íslandsmeistari með þeim þrjú ár í röð, frá 1992 til 1994. Árin 1993 og 1994 varð hún einnig bikarmeistari með liðinu. Árið eftir fór hún yfir í Breiðablik og varð með þeim Íslandsmeistari strax á fyrsta tímabili. Hún spilaði sextán landsleiki fyrir Ísland, þar á meðal á Smáþjóðaleikunum í Möltu árið 1993.

Knattspyrnuferill Olgu er ekki verri, en hún spilaði sem framherji á árunum 1991 til 2010. Ferilinn byrjaði hún með Keflavík, en spilaði svo fyrir Breiðablik, KR, ÍBV og Selfoss. Hún vann Íslandsmeistaratitil sex sinnum og varð einnig bikarmeistari sex sinnum.

Ekki missa af...