AFMÆLISBARN DAGSINS – 6. nóvember

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður og ritstjóri, er fædd á þessum degi árið 1979. Ferill hennar sem blaðamaður hófst á Mannlífi árið 2006. Sem ritstjóri hefur hún starfað á tímaritunum Nýju Lífi og Hús og Híbýli.

Hún hóf störf á DV sem umsjónarmaður helgarblaðs árið 2010. Árið 2013 var hún svo orðin aðstoðarritstjóri blaðsins.

Í febrúar árið 2015 kom Stundin til sögunnar. Fjölmiðilinn stofnaði hún ásamt hópi fjölmiðlafólks sem hafði hætt á DV. Þar hefur hún starfað sem ritstjóri ásamt Jóni Trausta Reynissyni síðan.

Ekki missa af...