Afmælisbarn dagsins – 6. janúar

Bergur Þór Ingólfsson, leikari, leikskáld og leikstjóri, er fæddur á þessum degi árið 1969. Hann hefur verið virkur í leiklistarsenunni í meira en tuttugu og fimm ár og starfað á flestum sviðum listarinnar.

Yfir fjörutíu hlutverk liggja eftir hann á sviði. Hann var fastráðinn í Þjóðleikhúsinu frá 1995 til 2000 og varð þá einn af lykilfólkinu á bak við Borgarleikhúsið.

Hann hefur skrifað fjöldan allan af leikritum, meðal annars leikgerð og söngtexta við útfærslu Borgarleikhússins á Bláa hnettinum.

Einnig ljáir hann rödd sína til margra teiknimyndakaraktera, eins og Kalla Kanínu, Stúart Litla og fleiri persónur frá Warner Bros. samsteypunni.

Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir leik og verk, hlotið fimm Grímuverðlaun af fjórtán tilnefningum, fengið menningarverðlaun DV í tvígang og margt fleira.

Bergur hefur einnig verið virkur í umræðunni um þolendavænna samfélag.

Ekki missa af...