AFMÆLISBARN DAGSINS – 6. desember

Hildur Yeoman, listakona og fatahönnuður, er fædd á þessum degi árið 1983. Hildur lærði fatahönnun í Listaháskóla Íslands frá 2003 til 2006 og lærði einnig í Berlín, London og París.

Hennar fyrsta fatalína, Yulia, fór á markað árið 2014 og vakti mikla athygli. Hildur er einnig teiknari sem hún notar mikið í fatahönnun sinni. Kjólarnir hennar hafa slegið í gegn um heim allan og heimsfrægar konur eins og Taylor Swift og Björk hafa sést í þeim.

Hildur opnaði fyrstu verslun sína á Skólavörðustíg árið 2017. Árið 2021 flutti verslunin á Laugaveg í talsvert stærra húsnæði. Þar má kaupa fatnað sem hún hannar, ásamt sjálfbærum snyrtivörum og skarti.

Ekki missa af...