AFMÆLISBARN DAGSINS – 5. desember

Eva Joly, rannsóknardómari og fyrrverandi Evrópuþingmaður, er fædd á þessum degi árið 1943. Eva fæddist í Osló en fluttist búferlum til Frakklands þegar hún var tvítug. Hún lærði lögfræði og hlaut dómararéttindi með sérhæfingu í fjármálamisferlum.

Hún barðist gegn spillingu í heimalandi sínu og varð fræg fyrir að svipta hulunni af spillingu innan olíufélagsins Elf Aquitaine.

Árið 2002 tók hún við þriggja ára ráðgjafastöðu gegn spillingu í Noregi.

Reynsla hennar varð til þess að hún kom til Íslands árið 2009 til að kanna mögulega fjármálaglæpi og spillingu í aðdraganda íslenska bankahrunsins.

Það sama ár tók hún sæti á Evrópuþingi fyrir Græningjaflokkinn og sat þar með hléum til ársins 2019. Hún bauð sig fram til forseta Frakklands árið 2012 en hlaut ekki nógu mörg atkvæði í fyrstu umferð kosninganna.

Hún var einnig í lögfræðiteymi Jóhannesar Stefánssonar í máli hans gegn Samherja.

Ekki missa af...