AFMÆLISBARN DAGSINS – 4. nóvember

Karl Ágúst Úlfsson, leikari, leikstjóri og rithöfundur, er fæddur á þessum degi árið 1957. Margir Íslendingar þekkja hann ef til vill best úr Spaugstofunni, en ferill hans er langur og farsæll, í sjónvarpi, á sviði og á stjóra skjánum.

Hann lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1981 og lék strax í einum þekktasta þríleik íslenskrar kvikmyndasögu sem hófst með kvikmyndinni Nýtt Líf árið 1983. Þar lék hann ásamt Eggerti Þorleifssyni, en hinar tvær myndirnar eru Dalalíf og Löggulíf.

Hann var einn af aðalleikurum og höfundum Spaugstofunnar, sem hóf göngu sína árið 1989 undir heitinu 89 á stöðinni. Þar lék hann marga eftirminnilega karaktera. Lögreglutvíeykið Geir og Grani var leikið af honum og Sigurði Sigurjónssyni. Þessi hlutverk svipuðu mjög til annars tvíeykis sem var í höndum þeirra tveggja, Harry og Heimir.

Karl hefur einnig notið vinsælda sem leikskáld, en hann lauk meistaragráðu í leikritun og handritagerð við Háskólann í Ohio árið 1994. Verk eftir hann hafa verið sett upp í Bandaríkjunum, en hann hefur einnig sett upp verk í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann hefur einnig þýtt verk eins og Pétur Gaut og Sporvagninn Girnd og söngleikina Kabarett, Syngjandi í Rigningunni, Galdrakarlinn í Oz og Billy Elliot.

Hann leikur einnig hlutverk í fyrsta íslenska tölvuleiknum sem notast við hreyfiföngunartækni (e. motion capture). Leikurinn heitir Echoes of the End og er framleiddur af íslenska fyrirtækinu Myrkur Games.

Ekki missa af...