AFMÆLISBARN DAGSINS – 4. desember

Ásgerður Búadóttir, listakona, fæddist á þessum degi árið 1920. Hún stundaði list af ýmsu tagi, myndlist til að byrja með en færði sig svo yfir í veflist.

Hún lærði teiknun og málun við Handíða- og myndlistaskóla Reykjavíkur árið 1942 og lærði svo við málaradeild Konunglegu listaakademíunnar í Kaupmannahöfn. Í náminu uppgötvaði hún veflist sem varð hennar nýja ástríða.

Hún tók vefstól með sér heim frá Danmörku og hóf að vefa, kenndi sér sjálf enda var listin ekki kennd í þeim skólum sem hún stundaði.

Ferillinn hófst fyrir alvöru með verkinu Stúlka með fugl sem hún gerði árið 1956. Hún vann til gullverðlauna á listasýningu í München fyrir verkið. Hún hélt tugi sýninga á Íslandi og úti í Evrópu. Slík voru áhrif hennar í veflistinni að hún er talinn frumkvöðull nútíma veflistar hér á landi.

Hún var sæmd fálkaorðunni árið 1993 og hlaut einnig heiðurslauna Alþingis frá árinu 1995. Verk eftir Ásgerði má finna á öllum helstu söfnum landsins og þau prýða einnig veggja ýmissa stofnanna.

Ekki missa af...