AFMÆLISBARN DAGSINS – 31. október

Ragnhildur Óskarsdóttir, listakona, fæddist á þessum degi árið 1940. „Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að hingað til staðarins er komin foksill stelpa frá Róm,“ skrifaði Kjartan Guðjónsson í Þjóðviljann 26. september 1969. Tilefnið var að laugardaginn áður var málverk Ragnhildar, eða Rósku, birt á forsíðu blaðsins.

Róska var einstakur persónuleiki samkvæmt samferðafólki hennar. Hún lærði í myndlistar- og handíðaskólanum áður en hún fór til Evrópu. Þar stundaði hún myndlistar- og kvikmyndanám í Prag og Róm. Listaverk hennar voru af ýmsu tagi, málverk, gjörningar og kvikmyndir.

Hún hélt listasýningar bæði á Íslandi og í Evrópu og hlaut mikið lof fyrir.

Hún var mjög pólítísk bæði í listum og í verki. Hún var hluti af Æskulýðsfylkingunni og var ein af þeim sem réðust inn í upptökusal Keflavíkursjónvarpsstöðvarinnar, undir stjórn Bandaríkjahers, og máluðu yfir linsur kvikmyndavéla og á veggi.

Árið 1982 leikstýrði hún kvikmyndinni Sóley, ásamt manni sínum Manrico Pavolettoni. Söfnun til að endurgera myndina náði takmarki sínu árið 2019, þar sem myndin er bara til í einu illa förnu sýningareintaki hjá Kvikmyndasafni Íslands.

Róska varð bráðkvödd eftir veikindi þann 13. mars árið 1996, aðeins 55 ára að aldri.

Ekki missa af...