AFMÆLISBARN DAGSINS – 30. október

Jón Jónsson, tónlistarmaður og hagfræðingur, er fæddur á þessum degi árið 1985. Tónlistarferill hans hófst árið 2010 þegar hann gaf út sitt fyrsta lag. Ári síðar kom út frumraunin Wait for Fate og sló í gegn. Hann var kosinn nýliði ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum.

Síðan þá hefur hann gefið út tvær plötur til viðbótar, Heim árið 2014 og svo Lengi Lifum Við árið 2021.

Hann hefur einnig unnið í sjónvarpi og verið í mörgum auglýsingum. Hann var dómari í íslensku útgáfunni af Ísland Got Talent og stýrði skemmtiþættinum Fjörskyldan.

Samhliða tónlist og skemmtun hefur hann frætt ungt fólk um fjármál.

Ekki missa af...