AFMÆLISBARN DAGSINS – 30. nóvember

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, lögfræðingur og núverandi dómsmálaráðherra Íslands, er fædd á þessum degi árið 1990.

Áslaug hefur farið yfir víðan völl á skömmum tíma en hún er jafnframt 1. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og fyrrum ritari Sjálfstæðisflokksins. Fór hún fram gegn sitjandi ritara flokksins Guðlaugi Þór Þórðarsyni á landsfundi flokksins 2016, Guðlaugur dró í framhaldi framboð sitt til baka.

Áslaug tók þátt í sameiginlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 3. september 2016, þar sem hún lenti í 4. sæti á lista fyrir alþingiskosningar 2016. Áslaug skipaði einnig 2. sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavíkurkjördæmi norður í Alþingiskosningunum 2016. Hún var formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis eftir að hún var kosin á þing. Áslaug var yngsti þingmaður sem var kjörinn á þing í Alþingiskosningunum 2016.

Fyrir Alþingiskosningarnar 2021 skipaði Áslaug 1. sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavíkurkjördæmi suður. Fór svo að Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig kjördæmakjörnum þingmanni í kjördæminu.

Þess má einnig geta að dómsmálaráðherra prófaði nýverið að hoppa niður jökulkaldan foss. Frostið var fjórar gráður þegar Áslaug Arna tók þessari áskorun en hún var í tökum fyrir þátt ásamt Alex Michael Green Svanssyni, betur þekktur sem Alex from Iceland.

Á Instagram síðu Alex má sjá Áslaugu byrja á að hoppa fram af bryggju í Reykjavíkurhöfn. Svo hoppaði hún af skipinu Tý og út í sjóinn. Enduðu þau svo á að taka þetta skrefinu lengra og hoppa fram af fossi út í jökulkalt vatnið.

„Stökk fram af fossi í dag í erfiðum aðstæðum og miklum kulda. Kynntist klettastökki með algjörum fagmönnum,“ skrifaði Áslaug Arna á Instagram.

Ekki missa af...