AFMÆLISBARN DAGSINS – 3. nóvember

Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, er fæddur á þessum degi árið 1986. Tónlistarferill hans einkennist af mörgum mismunandi stefnum og hann nýtur hylli um heim allan.

Fyrsta platan hans, Eulogy for Evolution, kom út árið 2007. Síðan þá hefur hann gefið út fjórar plötur í fullri lengd, síðast var það Some Kind of Peace árið 2020.

Tónlist Ólafs einkennist af klassískri, tilrauna og raftónlist. Hann hefur unnið alls kyns fjölbreytt verkefni eins og Found Songs, þar sem hann samdi og gaf út tónverk daglega í sjö daga.

Árið 2013 samdi hann tónlist fyrir bresku þáttaröðina Broadchurch. Hann hlaut Bafta verðlaun fyrir vikið. Hann hefur einnig samið tónlist fyrir kvikmyndir og aðra þætti.

Ólafur er einnig í hljómsveitinni Kiasmos ásamt tónlistarmanninum Janus Rasmussen.

Ekki missa af...