AFMÆLISBARN DAGSINS – 3. desember

Ólöf Nordal, stjórnmálakona, fæddist á þessum degi árið 1966. Hún starfaði víða á löngum og fjölbreyttum ferli. Hún útskrifaðist með lögfræðipróf frá Háskóla Íslands árið 1994 og með MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002.

Hún starfaði sem deildarstjóri samgönguráðuneytisins rétt fyrir aldamót og var stundakennari í lögfræði á Bifröst árin 1999 til 2002. Áður en hún fór yfir í pólítík var hún framkvæmdastjóri sölusviðs RARIK og framkvæmdastjóri Orkusölunnar.

Hún settist fyrst í þingsæti Sjálfstæðisflokks fyrir Norðausturkjördæmi árið 2007 og sat þar til 2009. Frá 2009 til 2013 var hún svo þingmaður Reykjavíkur suður, aftur á þingi árin 2016 til 2017.

Árið 2014 sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir af sér sem uinnanríkisráðherra eftir lekamálið. Ólöf var valin sem utanþingsráðherra en hún var endurkjörin árið 2016. Hún gegndi hlutverki sínu allt til janúarmánaðar ársins 2017, en þá fór hún í veikindaleyfi.

Ólöf féll frá þann 8. febrúar sama ár.

Ekki missa af...