AFMÆLISBARN DAGSINS – 29. október

Einar Örn Benediktsson, listamaður, er fæddur á þessum degi árið 1962. Einar hefur komið víða við í listasenu Íslands. Hann hefur verið í nokkrum frægum hljómsveitum og stundað myndlist.

Hann var söngvari pönksveitarinnar Purrkur Pillnikk. Hann vakti athygli fyrir orkumikla sviðsframkomu þegar hljómsveitin kom fram í heimildarmyndinni Rokk í Reykjavík árið 1983. Hann var einnig í Kukl, ásamt Björk Guðmundsdóttur.

Árið 1987 fór hann sömu leið og Björk í hljómsveitina Sykurmolarnir. Þau gáfu út þrjár plötur og segja má að sveitin hafi náð góðum árangri á heimsvísu. Söngstíll Einars vakti athygli þar ytra, sérstaklega í lögum þar sem Björk söng líka. Sykurmolarnir hættu störfum árið 1992.

Einar hefur komið víða við síðan þá. Hann var einn af stofnendum plötuútgáfunnar Smekkleysu og var í borgarstjórn Reykjavíkur frá 2010 til 2014. Núverandi tónlistarverkefni Einars er Ghostigital.

Ekki missa af...