AFMÆLISBARN DAGSINS – 29. nóvember

Sigurlaug Jónsdóttir, einnig þekkt sem Didda, skáld, listakona og leikkona, er fædd á þessum degi árið 1964. Didda hefur komið víða við á afkastamiklum og fjölbreyttum ferli. Hún hefur til að mynda samið texta og er eini Íslendingurinn sem hefur gráðu í töskugerð.

Hún samdi textann við lagið Ó Reykjavík sem hljómsveitin Vonbrigði flutti eftirminnilega í heimildarmyndinni Rokk í Reykjavík. Sú mynd kom út árið 1982. Árið 1987 fór Didda út til London og lærði tösku- og veskjagerð, eini Íslendingurinn með slíka gráðu.

Skáldaferill Diddu hófst árið 1995 þegar ljóðabókin Lastafans og Lausar Skrúfur kom út. Hún hefur gefið út tvær skáldsögur, Ertu og Gullið í höfðinu. Nýjasta bók hennar er handbókin Hamingja sem kom út núna í ár.

Hún hefur einnig leikið í nokkrum kvikmyndum, sú fyrsta var Stormviðri í leikstjórn Sólveigar Anspach. Myndin var sýnd á Cannes verðlaunahátíðinni og hlaut Didda Edduverðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Hún kom einnig fram í kvikmyndunum Skrapp út og Vargur.

Ekki missa af...